Á Íslandi á miðöldum og einnig á árnýöld voru uppskafningar algengt fyrirbæri, en svo nefnast handrit þar sem upphaflegt letur hefur verið fjarlægt, skafið upp, og nýtt letur sett í staðinn. Þetta eru handrit sem höfðu skemmst, verið eyðilögð eða á annan hátt orðið gagnslaus. Í flestum tilfellum var handrit sem talið var ónýtt tekið í sundur svo að hægt væri að búa til nýtt úr efni þess sem annars hefði verið litið á sem rusl eða úrgang. Endurn...