Nýlega voru haldnar starfamessur í öllum þremur framhaldsskólunum á Vesturlandi. Starfamessurnar voru hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands „Veldu Vesturland“ og var unnið í samstarfi SSV og framhaldsskólanna. Hver starfamessa var skipulögð og undirbúin af undirbúningshóp á hverju svæði sem í sátu fulltrúar SSV, viðkomandi framhaldsskóla, sveitarfélaga og grunnskóla. Áhersla var lögð á að kennarar og náms- og starfsráðgjafar innan grunnsk...